Fréttir

Guðmundur Ágúst á einu yfir pari
Guðmundur Ágúst Kristjánsson var á höggi yfir pari. Mynd/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 11. maí 2023 kl. 16:44

Guðmundur Ágúst á einu yfir pari

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur lék fyrsta hringinn á Souldal Open mótinu sem fer fram í Antwerpen í Belgíu. Okkar maður lék á einu höggi yfir pari, 72 höggum. 

Skorið í mótinu er í hærra lagi en helmingur keppenda er undir pari en keppandi í 16. sæti er aðeins fjórum höggum betri en Guðmundur sem deilir 100. sæti eftir fyrsta daginn.

Íslendingurinn fékk þrjá fugla og fjóra skola og restina par á hring dagsins. Guðmundur á teigtíma kl. 9:10 að staðartíma í fyrramálið.  

Simon Forsström er með forystu eftir fyrsta hringinn en þetta er hans besti hringur á DP Evrópumótaröðinni til þessa. Svíinn lék á sjö höggum undir pari, 64 höggum.

Staðan.