Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Guðmundur Ágúst á einu yfir pari
Guðmundur Ágúst Kristjánsson var á höggi yfir pari. Mynd/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 11. maí 2023 kl. 16:44

Guðmundur Ágúst á einu yfir pari

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur lék fyrsta hringinn á Souldal Open mótinu sem fer fram í Antwerpen í Belgíu. Okkar maður lék á einu höggi yfir pari, 72 höggum. 

Skorið í mótinu er í hærra lagi en helmingur keppenda er undir pari en keppandi í 16. sæti er aðeins fjórum höggum betri en Guðmundur sem deilir 100. sæti eftir fyrsta daginn.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Íslendingurinn fékk þrjá fugla og fjóra skola og restina par á hring dagsins. Guðmundur á teigtíma kl. 9:10 að staðartíma í fyrramálið.  

Simon Forsström er með forystu eftir fyrsta hringinn en þetta er hans besti hringur á DP Evrópumótaröðinni til þessa. Svíinn lék á sjö höggum undir pari, 64 höggum.

Staðan.