Fréttir

Evrópa vann Solheim bikarinn
Lið Evrópu sem sigraði Solheim bikarinn.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 6. september 2021 kl. 22:30

Evrópa vann Solheim bikarinn

Lið Evrópu sigraði lið Bandaríkjanna í Solheim bikarnum með 15 vinningum gegn 13.

Fyrir lokadaginn í dag hafði evrópska liðið 9 vinninga gegn 7 vinningum bandaríska liðsins. Það var því mikilvægt fyrir bandaríska liðið að byrja vel í dag sem gekk ekki eftir. Þvert á móti fékk Evrópuliðið tvo og hálfan vinning úr þremur fyrstu leikjum dagsins.

Bandaríska liðið fékk þó ágæta möguleika undir lokin til velgja Evrópukonum undir uggum. Austin Ernst átti frábært færi á 18. flöt til að sigra í sínum leik gegn Nanna Koerstz Madsen en brást bogalistin og þurfti að sætta sig við hálfan vinning. Á sama tíma átti Lizette Salas frábært tækifæri á 17. flöt til að jafna sinn leik gegn Matilde Castren en púttið geigaði. Þar með fór síðasti möguleiki bandaríska liðsins og Castren tryggði 14. stig Evrópu með því að setja niður gott pútt fyrir pari á 18. flöt. Þar með ljóst að Evrópa myndi halda bikarnum. Emily Pedersen tryggði svo Evrópuliðinu endanlega sigur þegar hún vann sinn leik gegn Danielle Kang á 18 flöt þar sem þær settu báðar niður falleg pútt.

Frábæru móti lokið og frekar óvæntur en sannfærandi sigur Evrópu því staðreynd.

Leona Maguire frá Írlandi var að öðrum ólöstuðum stjarna mótsins en hún lék alla fimm leiki evrópska liðsins og fékk úr þeim fjóra og hálfan vinning.

Úrslit dagsins og lokastaðan: