Fréttir

Dean Burmester sló fyrsta höggið á DP World Tour
Dean Burmester sló fyrsta höggið á nýju tímabili á DP World Tour.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 26. nóvember 2021 kl. 07:11

Dean Burmester sló fyrsta höggið á DP World Tour

Eins og áður hefur verið fjallað um hefur Evrópumótaröðin skipt um nafn og mun framvegis bera nafnið DP World Tour. Þessari nafnabreytingu fylgir mikil hækkun á verðlaunafé og fjölgun móta.

Fyrsta mótið undir nýja nafninu hófst í gær í Jóhannesarborg í Suður Afríku þegar Joburg Open mótið fór í gang. Það var heimamaðurinn Dean Burmester sem sló fyrsta höggið á nýrri mótaröð.

Eftir fyrsta hringinn eru heimamaðurinn Thristan Lawrence og Spánverjinn Angel Hidalgo í forystu á sex höggum undir pari, tveimur höggum á undan næstu mönnum.

Heimamaðurinn JC Ritchie fór holu í höggi á 17. braut sem er um 200 metra löng og taldi sig hafa unnið glænýja Jaguar bifreið. Það kom síðar í ljós að aðeins var hægt að vinna bifreiðina með því að fara holu í höggi um helgina. Frekar klúðurslegt hjá mótshöldurum eða styrktaraðilum að hafa þetta ekki á hreinu.

Staðan í mótinu