Fréttir

Alvöru golf á fyrsta degi Players
Rory lék magnað golf á fyrsta degi. kylfingur.is/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 15. mars 2024 kl. 11:00

Alvöru golf á fyrsta degi Players

Það var alvöru golf á boðstólum á fyrsta degi á Players mótinu á PGA mótaröðinni en líka dramatík en þrír stórkylfingar leiða á sjö undir pari.

Einn þeirra er Rory McIlroy en hann fékk tíu fugla á hringnum og jafnaði mótsmetið. Hann sló hins vegar tvisvar sinnum í vatnstorfæru og tapaði dýrmætum höggum.

Hinir tveir eru X. Schauffele og Windham Clark sem eru báðir á -7.

Players mótið er iðulega nefnt sem fimmta risamótið en það vægi hefur eitthvað minnkað eftir að margir af bestu kylfingum heims hafa farið yfir á LIV mótaröðina.

Hér má sjá myndskeið frá frábæru golfi hjá Rory en líka frá nokkuðu skondinni uppákomu þegar hann reyndi að finna út úr því hvar boltinn hans fór í vatnið á 7. braut. 

Staðan.