Fréttir

Tvö draumahögg í sama leiknum annan daginn í röð á Hornafirði
Ásgeir Ragnarsson og Kristjbörn Arngrímsson fóru holu í höggi í sama leiknum í 5. deild.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 16. ágúst 2022 kl. 10:26

Tvö draumahögg í sama leiknum annan daginn í röð á Hornafirði

Þeir voru aldeilis heitir kylfingarnir í Íslandsmóti klúbba í 5. deild á Silfurnesvelli um síðustu helgi. Við sögðum frá tveimur draumahöggum á öðrum keppnisdegi þar sem tveir kylfingar fóru holu í höggi í sama leiknum. Ótrúlegt en satt þá gerðist það aftur á lokadegi mótsins. Tveir kylfingar fóru holu í höggi í sama leik.

Dalvíkingurinn Kristbjörn Arngrímsson smellti kúlunni beint ofan í 2. braut í leik gegn Ásgeiri Ragnarsyni frá Golfklúbbi Vestarr. Ásgeir lét það ekkert á sig fá og lokaði leik þeirra félaga á 8. braut (17. holu) með því að setja boltann í holu með tilþrifum. Ásgeir gulltryggði þar sigur Vestarr í mótinu. Sonur Ásgeirs, Heimir Þór, var annar tveggja þeira frá fyrri deginum sem negldi í holuna. Hreint magnað.

Fjórir Einherjar eftir Íslandsmót klúbba í 5. deild á Hornafirði. Ásgeir, Heimir Þór, Halldór og Kristbjörn.