Fréttir

Þrjár efstar og jafnar á Carnoustie
Madelene Sagström er ein þriggja í forystu eftir fyrsta hring.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 19. ágúst 2021 kl. 18:22

Þrjár efstar og jafnar á Carnoustie

Fyrsta hring á Opna breska kvennamótinu er nú að ljúka á Carnoustie.

Þrír kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 5 höggum undir pari. Efsta kona heimslistans Nelly Korda, Madelene Sagström frá Svíþjóð og hin Suður kóreska Sei Young Kim. Hópur kylfinga kemur svo þar á eftir á 4 og 3 höggum undir pari. 

Almennt var skorið gott í dag og tæplega 70 kylfingar léku hinn erfiða Carnoustie völl á pari eða betur.

Á meðal þeirra kylfinga sem eru höggi á eftir efstu konum er hin skoska Louise Duncan sem sigraði Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur í úrslitum Opna breska áhugamannamótsins fyrr í sumar. Frábærlega spilað hjá henni en áhugakylfingur hefur ekki sigrað á mótinu síðan 1982.

Sophia Popov sigurvegarinn í fyrra lék hring dagsins á sléttu pari. Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband með meistara síðasta árs.

Staðan í mótinu