Nettó - Samkaup
Nettó - Samkaup

Fréttir

Þriðji sigur Þórdísar í röð á ICEWEAR öldungamótaröðinni
Þórdís Geirsdóttir. Ljósmynd: GSÍ/Sigurður Elvar Þórólfsson
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
mánudaginn 27. júní 2022 kl. 13:15

Þriðji sigur Þórdísar í röð á ICEWEAR öldungamótaröðinni

Jón Karlsson sigraði í karlaflokki

Þau Þórdís Geirsdóttir úr GK og Jón Karlsson úr GR sigruðu á Opna Kaffitár mótinu, fimmta móti ICEWEAR Öldungamótaraðarinnar, sem fór fram á Hólmsvelli í Leiru, Golfklúbbs Suðurnesja, 26. júní sl.

Þórdís lék á 80 höggum eða á 8 höggum yfir pari en Jón á 72 höggum eða á pari vallarins.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Þórdís hefur verið nær óstöðvandi í sumar en þetta var þriðji sigur hennar á mótaröðinni og sá fjórði í fimm mótum á keppnistímabilinu. Þá hefur Þórdís unnið sjö Íslandsmeistaratitla í röð í flokki 50 ára og eldri.

Í flokki 65 ára og eldri sigruðu þau Þyrí Valdimarsdóttir úr NK og Sigurður Aðalsteinsson úr GK. Þyrí lék á 93 höggum eða á 21 höggi yfir pari en Sigurður á 82 höggum eða á 10 höggum yfir pari.

Í punktakeppni voru þau Írunn Ketilsdóttir úr GM og Snæbjörn Guðni Valtýsson úr GS hlutskörpust. Bæði hlutu þau 34 punkta.

Í liðakeppninni voru það Sprækar sem voru hlutskarpastar í kvennaflokki og Team HGRH í karlaflokki. Þau lið leiða liðakeppni mótaraðarinnar að loknum fimm mótum.