Fréttir

Spánverjinn með högg mótsins
Sunnudagur 28. september 2025 kl. 09:10

Spánverjinn með högg mótsins

Spánverjinn Jon Rahm átti líklega högg mótsins í Ryder bikarnum 2025 þegar hann var í mjög erfiðri aðstöðu í glompukanti á 8. braut í fjórmenningsleik á öðrum keppnisdegi. Spánverjinn sýndi úr hverju hann er gerður en hann slær ekki bara langt heldur því hann snillingur í stutta spilinu og í þessari erfiðu stöðu náði hann ótrúlegu höggi - og boltinn ofan í.