Fréttir

Ryder stjörnur skína í Indlandi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 17. október 2025 kl. 17:58

Ryder stjörnur skína í Indlandi

Nokkrar af stjörnunum úr nýliðnum Ryder bikar í New York eru í sviðljósinu í móti á DP mótaröðinni í Indlandi en leikið er í Nýju Delí. FedEx meistarinn, Tommy Fleetwood er í forystu þegar mótið er hálfnað en góðir kylfingar fylgja honum fast eftir.

Þetta er stærsta golfmót sem haldið hefur verið í Indlandi en er nú fastur liður á DP mótaröðinni. Indverjar hafa fjölmennt á mótið þar sem þeir sjá marga af bestu kylfingum heims. Fleetwood er á tólf höggum undir pari og leiðir með höggi. Meðal keppenda er Luke Donald, fyrirliði Ryderliðs Evrópu.

Staðan.

Tommy Fleetwood er í stuði í Indlandi.

Rory er í þokkalegum málum og vekur mikla athygli í Indlandi.

Norðmaðurinn Victor Hovland er sáttur með indverskan fatastíl.

Óboðinn gestur á einni flötinni.

Donald Ryder fyrirliði er höggviss.