Örninn22_bland
Örninn22_bland

Fréttir

Setti niður 28 metra pútt yfir endilangan körfuboltavöll
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 14. janúar 2022 kl. 11:08

Setti niður 28 metra pútt yfir endilangan körfuboltavöll

Ameríkanar eru snillingar í viðburðahaldi. Það er aldrei dauð stund hjá áhorfendum sem sækja íþróttaleiki þar í landi.

Á körfuboltaleik í Louisville í Kentucky var bryddað upp á púttkeppni á parketinu á milli leikhluta. Á meðfylgjandi myndbandi sést hvar áhorfandi gerir sér lítið fyrir og setur niður pútt yfir allt parketið.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Fyrir afrekið fékk viðkomandi flösku af 23 ára gömlu Pappy Van Winkle viskí sem getur kostað mörg hundruð þúsundir króna. Vonandi var hann hress daginn eftir.