Sérstakt högg í „plöggaðri“ legu
Bandaríkjamaðurinn Keith Mitchell var á fjórum höggum undir pari á PGA mótinu á Hawaii um síðustu helgi þegar innáhögg hans á par 15. holu lenti í glompu við flötina og boltinn grófst ofan í sandinn, var „plöggaður“. Þetta er martröð allra kylfinga að fá þessa stöðu en það sem hann gerði næst kom öllum í opna skjöldu:
Mitchell, sem hefur verið atvinnumaður í rúman áratug og á að baki einn sigur á PGA mótaröðinni, stillti sér upp við golfboltann með sandjárnið á hvolfi þannig að táin vísaði niður á við aftan á boltann. Síðan sló hann laust högg sem færði boltann aðeins nokkra sentímetra og hann var enn í glompunni. Næsta högg var síðan mjög gott. Sjáið hér:

