Fréttir

Rory hafði sett 496 í röð ofan í áður en hann missti stuttu púttin á US Open
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 19. júní 2024 kl. 17:22

Rory hafði sett 496 í röð ofan í áður en hann missti stuttu púttin á US Open

Mistök N-Írans Rory McIlroy í púttunum á lokahringnum á Opna bandaríska mótinu vöktu ekki minni athygli en sigur Brysons DeChampeau. Þeirri ísköldu staðreynd var flaggað fljótlega að Rory hafi setti 496 pútt innan við metra ofaní á þessari keppnistíð á PGA mótaröðinni, áður en hann missti fyrra púttið af tveimur frá þessari lengd á 16. og 18. flöt á lokadeginum.

Rory rauk heim í fýlu eftir að Bryson tryggði sér sigurinn og ræddi ekki við fjölmiðla. Hann sendi svo frá sér yfirlýsingu daginn eftir þar sem hann óskaði DeChampeau til hamingju en jafnframt að hann (Rory) þyrfti smá tíma til að jafna sig á þessum mistökum. „Þetta er líklega það sem ég hef þurft að takast á við á 17 ára ferli mínum sem atvinnumaður í golfi. Ég ætla að taka mér frí frá golfi í einhverjar vikur en mæta svo í titilvörn á Genesis Skoska mótinu og síðan OPNA mótinu vikuna á eftir.“