Fréttir

Ragnhildur komst ekki áfram: „Finnst ég eiga heima á þessu sviði“
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 21. ágúst 2022 kl. 09:16

Ragnhildur komst ekki áfram: „Finnst ég eiga heima á þessu sviði“

Ragnhildur Krstinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir 54 holur á úrtökumóti fyrir LPGA atvinnumannamótaröðina í Bandaríkjunum á Rancho Mirage golfsvæðinu í Kaliforníu. Ragnhildur lék þriðja hringinn á +4 eins og í öðrum hring og endaði á átta höggum yfir pari. Niðurskurðurinn var við +2. 

Þó að ég sé ekki sátt með spilamennskuna sjálfa, tek ég margt frá þessari viku hérna í Kaliforníu. Mér finnst ég klárlega eiga heima á þessu sviði og veit ég að þessi reynsla mun bara hjálpa mér við það að komast á þann stað sem ég vil komast á. 
Golfið sjálft var svoldið upp og niður, ég náði í raun aldrei þessum „momentum” sem þarf í svona móti. En núna tekur bara næsta verkefni við, HM liða byrjar á miðvikudaginn í Frakklandi og síðan hefst undirbúningur fyrir LET q-school sem er í desember,“ sagði Ragnhildur í spjalli við kylfing.is.

Staðan eftir 54 holur.