Fréttir

Poulter og nýi gluggavinur hans
Poulter og enski félagi hans, Hatton sem skipti nýlega yfir á LIV mótaröðina.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 12. mars 2024 kl. 11:43

Poulter og nýi gluggavinur hans

Enski kylfingurinn Ian Poulter er litríkur kappi og alltaf stutt í glensið hjá honum og þá er hann mjög duglegur á samfélagsmiðlum. Hann skipti yfir á LIV mótaröðina og nýtur atvinnumennskunar þar þegar hann nálgast fimmtugt enda kaupið hærra á þessari nýju og umdeildu mótaröð.

Poulter birti skemmtilegt myndskeið á X samfélagsmiðlinum þegar hann sat í makindum á hótelinu sínu í Hong Kong nýlega. Allt í einu birtist gluggahreinsunarmaður að utanverðu (auðvitað) og eins og Poulter var von og vísa reif hann upp símann og tók upp myndskeið af nýja vini sínum.