Fréttir

Perla Sól í 6. sæti á Englandi
Perla Sól Sigurbrandsdóttir varð stigameistari GSÍ í flokki 15-16 ára síðasta haust. Ljósmynd: GSÍ/Sigurður Elvar Þórólfsson
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
þriðjudaginn 26. apríl 2022 kl. 08:56

Perla Sól í 6. sæti á Englandi

Helga Signý Pálsdóttir einnig meðal keppenda

Perla Sól Sigurbrandsdóttir hafnaði í 6. sæti á sterku áhugamannamóti sem fram fór á Enville golfsvæðinu skammt frá Birmingham á Englandi. Alls tóku 90 keppendur þátt sem komu víðsvegar að.

Perla Sól var á meðal 10 efstu alla þrjá keppnishringina en hún lék á 227 höggum (77-75-75) eða á 11 höggum yfir pari vallarins.

Það má sjá svipmyndir af lokadegi mótsins hér að neðan. Umfjöllun um Perlu Sól hefst á 02:19.

Lokastaðan á mótinu

Helga Signý Pálsdóttir var einnig á meðal þáttakenda á mótinu. Helga Signý lék á 259 höggum (87-88-84) eða á 43 höggum yfir pari og hafnaði í 77. sæti. Þær stöllur eru báðar úr GR og hafa verið í fremstu röð í sínum aldursflokki undanfarið.

Gracel Crawford frá Skotlandi stóð uppi sem sigurvegari en hún lél hringina þrjá á 220 höggum (73-75-72) eða á 4 höggum yfir pari.

Kylfingur fylgist vel með okkar efnilegasta fólki.