Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Ottó Axel og Hrafnhildur klúbbmeistarar GO 2022
Ottó Axel Bjartmarz og Hrafnhildur Guðjónsdóttir. Ljósmynd: GO
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
miðvikudaginn 20. júlí 2022 kl. 08:48

Ottó Axel og Hrafnhildur klúbbmeistarar GO 2022

Sjöundi klúbbmeistaratitill Hrafnhildar í röð. Annar titill Ottó Axels.

Ottó Axel Bjartmarz og Hrafnhildur Guðjónsdóttir eru klúbbmeistarar GO 2022.

Ottó Axel lék hringina fjóra á 317 höggum (78-79-78-82) eða samtals á 33 höggum yfir pari Urriðavallar, þremur höggum betur en Axel Óli Sigurjónsson. Óskar Bjarni Ingason varð þriðji, einu höggi á eftir Axel Óla.

 
Hrafnhildur lék hringina fjóra á 337 höggum (88-80-78-91) eða samtals á 53 höggum yfir pari vallarins. Auður Skúladóttir hafnaði í öðru sæti, einu höggi á eftir Hrafnhildi.

Ottó Axel varð með sigrinum klúbbmeistari í annað sinn en hann vann Meistaramót GO einnig árið 2014. 

Hrafnhildur varð með sigrinum klúbbmeistari sjöunda árið í röð - geri aðrir betur.

Lokastaðan á mótinu