Fréttir

Ólafía Þórunn undir pari á öðrum hring en það dugði ekki til
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í Tékklandi
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
laugardaginn 25. júní 2022 kl. 19:50

Ólafía Þórunn undir pari á öðrum hring en það dugði ekki til

Guðrún Brá einnig úr leik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK luku leik á Czech Ladies Open í dag en mótið fór fram á Royal Beroun vellinum í Tékklandi.

Ólafía lék prýðilega á öðrum hring í dag og kom í hús á 71 höggi eða á 1 höggi undir pari vallarins. Hún lauk leik samtals á 2 höggum yfir pari en það dugði ekki til því niðurskurður miðaðist við 1 högg undir par. Guðrún Brá lék á 74 höggum eða á 2 höggum yfir pari á öðrum hring, rétt eins og á þeim fyrsta. Guðrún Brá lauk því leik samtals á 4 höggum yfir pari á hringjunum tveimur.

Nicole Broch Estrup frá Danmörku og Emma Spitz frá Austurríki leiða fyrir lokahringinn á 12 höggum undir pari, einu höggi á undan heimakonunum, Jana Melichova og Klara Spilkova.

Staðan á mótinu