Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Logi setti fet frá á síðustu holu - Frábær tilþrif á Íslandsmóti unglinga
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 14. ágúst 2022 kl. 21:15

Logi setti fet frá á síðustu holu - Frábær tilþrif á Íslandsmóti unglinga

Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja varð Íslandsmeistari í flokki 19-21 ára drengja eftir spennandi keppni á Leirdalsvelli síðustu þrjá daga. Logi lék á -1 og fékk fugl á síðstu holunni til að tryggja sigurinn en hann leiddi með höggi fyrir hana.

Hjalti Hlíðberg Jónasson, GKG, varð annar en hann sótti hart að Loga og lék síðustu tólf holurnar á fjórum undir pari. Spennan var mikil á lokaholunni en þeir voru saman í holli. Hjalti sló innáhöggið á 18. holuna  á undan Loga og setti innan við tvo metra frá. Logi svaraði með innáhöggi sem endaði fet frá stöng. Hreint magnað. Þriðji varð Aron Emil Gunnarsson, GKG, á +1. 

Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, sigraði í flokki 17-18 ára á sex höggum undir pari. Glæsileg spilamennska en hann vann með níu högga mun. Annar varð Róbert Leó Arnórsson, GKG, á +3. Í 3.-4. sæti urðu þeir Jóhann F. Halldórsson, GR og Jóhannes Sturluson á +12. 

Í flokki 15-16 ára sigraði Akureyringurinn Skúli Gunnar Ágústsson en hann var einu höggi betri en Valur Snær Guðmundsson sem einnig er frá GA. Skúli lék á -1 og Valur á pari. Þriðji varð Guðjón Frans Halldórsson, GKG; á +2.

Þrjár efstu í flokki 15-16 ára stúlkna.

Þrír efstu í flokki 15-16 ára drengja.

Þrír efstu í flokki 17-18 ára pilta.