Nettó - Samkaup
Nettó - Samkaup

Fréttir

Harrington sigraði á US Senior Open
Padraig Harrington hampar bikarnum. Ljósmynd: USGA
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
þriðjudaginn 28. júní 2022 kl. 00:38

Harrington sigraði á US Senior Open

Fyrsti sigurinn á Champions mótaröðinni kom á risamóti

Írinn, Padraig Harrington, sigraði á US Senior Open, þriðja risamótinu á keppnistímabili Champions mótaraðarinnar.

Harrington hafði góða forystu fyrir lokahringinn en Bandaríkjamaðurinn Steve Stricker setti mikla pressu á hann. Írinn stóðst pressuna og fagnaði sigri.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Padraig Harrington er flestu áhugafólki um golf að góðu kunnur. Hann hefur sigrað á 15 mótum á Evrópumótaröðinni og á sex mótum á PGA mótaröðinni, þar af á þremur risamótum. Hann vann sitt fyrsta mót á Evrópumótaröðinni árið 1996 og hefur hann unnið a.m.k. eitt atvinnumannamót á hverjum áratugi síðan þá.

Harrington lék hringina fjóra á samtals 10 höggum undir pari Warren vallarins í Pensilvaínu. Stricker var skammt undan á 9 höggum undir pari.

Lokastaðan á mótinu