Public deli
Public deli

Fréttir

Haraldur leikur á DP mótaröðinni í Ástralíu
Sunnudagur 19. nóvember 2023 kl. 22:51

Haraldur leikur á DP mótaröðinni í Ástralíu

Haraldur Franklín Magnús atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur verður meðal þátttakenda á tveimur mótum á DP mótaröðinni sem fram fara í Ástralíu næstu tvær vikur. Fyrra mótið er Fortinet Australian PGA Championship sem fram fer á Royal Queensland vellinum í Brisbane  dagana 23-26 nóvember. Haraldur fékk boð í mótið fyrir frammistöðu sína á lokaúrtökumótinu fyrir DP mótaröðina.

„Ég er bara rosaspenntur að hafa komist inn. Fékk boð í mótið á síðustu stundu svo ég bara rauk af stað. Það er smá þreyta í mér en þetta verður bara stuð. Ekkert annað að gera en vona að golfsettið skili sér á áfangastað“, sagði Haraldur Franklín léttur í spjalli við Kylfing en hann var þá staddur á flugvellinum í Frankfurt að bíða eftir flugi til Singapúr. Þaðan á hann svo flug til Brisbane í Ástralíu og fer þaðan beint í æfingahring.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

„Ég var á allt öðrum stað fyrir mánuði, nú er bara njóta og spila og reyna sækja verðlaunafé. Ég hlakka til og er mjög spenntur að fá að spila á DP mótaröðinni“. 

Viku siðar leikur Haraldur svo á ISPS HANDA Australian Open sem fer fram á The Lakes vellinum í Sydney. Vegalengdin milli Sydney og Brisbane í Ástralíu er álíka og milli Íslands og Skotlands.

Sjá mótið hér