Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Guðrún Brá á pari eftir tvo hringi í Sviss
Guðrún Brá er í 53. sæti eftir tvo hringi.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 10. september 2021 kl. 20:01

Guðrún Brá á pari eftir tvo hringi í Sviss

Annar hringur Swiss Ladies Open á Evrópumótaröð kvenna fór fram í dag. Guðrún Brá Björgvinsdóttir var á tveimur höggum undir pari fyrir hring dagsins eftir góða spilamennsku í gær.

Guðrún lék annan hringinn á tveimur höggum yfir pari og er því samtals á pari eftir tvo hringi og er jöfn í 53. sæti þegar einum hring er ólokið.

Sandra Gal og Kim Metraux eru efstar á 14 höggum undir pari þegar mótið er hálfnað.

Staðan í mótinu

Örninn járn 21
Örninn járn 21