Fréttir

GKG Íslandsmeistarar golfklúbba hjá körlum og GM Íslandsmeistarar hjá konum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 28. júlí 2024 kl. 09:27

GKG Íslandsmeistarar golfklúbba hjá körlum og GM Íslandsmeistarar hjá konum

Íslandsmót golfklúbba fóru fram um helgina á golfvöllum víðsvegar um landið. 1. deild karla var leikin á Akureyri og konurnar kepptu á Hellu. Það var GKG sem sigraði hjá körlum og hjá konum var það Golfklúbbur Mosfellsbæjar sem bar sigur úr býtum, eins og fram kemur á síðu Golfsambands Íslands, golf.is.

Hjá körlum léku GKG og Keilir léku til úrslita um titilinn þar sem að GKG sigraði 4-1.

Þetta er í 9. skipti sem GKG sigrar í efstu deild Íslandsmóts golfklúbba. 

Í undanúrslitum sigraði Keilir lið Golfklúbbs Reykjavíkur 3-2. GKG sigraði GA 4,5-0,5.

Alls kepptu átta lið um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2024.

Lokastaðan: 

1. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar, GKG
2. Golfklúbburinn Keilir, GK 
3. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR 
4. Golfklúbbur Akureyrar, GA 
5. Golfklúbbur Selfoss, GOS 
6. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM 
7. Golfklúbbur Suðurnesja, GS
8. Golfklúbburinn Setberg, GSE 

Fyrst var leikið á Íslandsmóti golfklúbba í karlaflokki árið 1961.

Frá þeim tíma hafa 6 klúbbar fagnað þessum titli.

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur sigrað oftast eða 25 sinnum, þar á eftir kemur Golfklúbburinn Keilir með 15 titla,  Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er með 9, Golfklúbbur Akureyrar er með 8 titla, Golfklúbbur Suðurnesja 3, og Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 4 titla, þar af 2 þegar klúbburinn var Golfklúbburinn Kjölur.

GM vann þriðja árið í röð

Hjá konunum var það Golfklúbbur Mosfellsbæjar sem sigraði og varði titlinn en GM hefur sigrað þrjú ár í röð.  

Í úrslitaleiknum léku GM og GK þar sem að GM sigraði 3,5 – 1,5. 

Alls tóku sjö lið í 1. deild kvenna í keppninni um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2024. 

Liðunum var skipt í tvo riðla.

Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komust í undanúrslit.

Til undanúrslita léku:

GR – GK þar sem að Keilir hafði betur, 3 – 2. 
GM – GKG þar sem að GM hafði betur 3,5 – 1,5.

Ekkert lið féll úr efstu deild þar sem að sjö lið tóku þátt.  

Fyrst var leikið á Íslandsmóti golfklúbba í kvennaflokki árið 1982. Mótið í ár er það 43. í röðinni. Frá árinu 1982 hafa 4 klúbbar fagnað þessum titli.

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur oftast sigrað eða 22 sinnum, þar á eftir kemur Golfklúbburinn Keilir með 15 titla,

Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 6 titla þar af eru þrír titlar þegar Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ var til.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar hefur tvívegis fagnað sigri í efstu deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba.

Lokastaðan: 

1. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM 
2. Golfklúbburinn Keilir, GK
3. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR 
4. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar, GKG 
5. Golfklúbbur Selfoss, GOS 
6. Golfklúbburinn Oddur, GO
7. Golfklúbbur Skagafjarðar, GSS