Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Erfitt að bæta sig eftir að fara holu í höggi - segir Bjarni Hafþór með 31,9 í forgjöf
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 12. júní 2024 kl. 21:51

Erfitt að bæta sig eftir að fara holu í höggi - segir Bjarni Hafþór með 31,9 í forgjöf

Það hafa margir náð draumahögginu að undanförnu en kylfingurinn Bjarni Hafþór Helgason, með 31,9 í forgjöf segir mjög erfitt að bæta sig eftir holu í höggi, það verði líklega aðeins gert með því að fara tvær holur í höggi eða þá holu í engu höggi.

Bjarni Hafþór Helgason, fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður  á Norðurlandi náði draumahögginu á Mýrinni í Leirdal hjá GKG. Bjarni Hafþór greindist ekki fyrir löngu síðan með Parkinson sjúkdóminn og hann hefur rætt þá baráttu í fjölmiðlum. Hann sagði golfið góða hreyfingu í atinu við Parkann.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

„Því miður er þessi stórviðburður ekki til á mynd en nokkrir góðir og skemmtilegir golfspilarar á staðnum voru vitni og staðfestu að þetta hefði átt sér stað, eins og sjá má.  Inga var auðvitað lykilvitni líka.  Ég tók mynd af skorkortinu, því miðað þær sprengingar sem þar eru venjulega þá er þetta kort alveg óvenju jafnt og gott.  Auk þess er talsvert nýnæmi í því að skrifa töluna 1 sem höggafjölda á holu í golfi.  Nú er þetta komið til varðveislu hér á vegginn minn, ég á ekkert sérstaklega von á að þetta gerist aftur en það er þó aldrei að vita,“ sagði Bjarni Hafþór í pistli á Facebook síðu sinni en kappinn hefur alla tíð þótt orðheppinn mjög og skemmtilegur.