Public deli
Public deli

Fréttir

Elsa Maren semur við University of North Alabama
Miðvikudagur 7. febrúar 2024 kl. 07:37

Elsa Maren semur við University of North Alabama

Elsa Maren Steinarsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni hefur samið við University of North Alabama fyrir haustið 2024. Hún heldur því ytra í lok sumars til að leggja þar stund á nám sem og golf í örlítið þægilegra loftslagi. 

North Alabama er mikill íþróttaskóli. Skólinn keppir í 14 íþróttgreinum í 1. deildinni í NCAA í Bandaríkjunum en um 9.000 nemendur stunda nám við skólann.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Elsa er efnilegur kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, Akranesi. Hún varð stigameistari síðla árs 2023 í flokki stúlkna 17-21 árs í unglingamótaröð GSÍ. Miklar líkur eru á að Elsa Maren komi til með að bæta sig enn frekar í frábæru umhverfi háskólans.

Elsa Maren nýtti sér þjónustu ANSAathletics þegar kom að leitinni að skóla. ANSAathletics stendur fyrir fjar-kynningarfundi næstkomandi laugardag, 10. febrúar klukkan 14:00 á Zoom fyrir þá sem hafa áhuga að kynna sér bandaríska háskólaumhverfið betur og möguleikana á námsstyrk. 16-19 ára íþróttaungmenni eru sérstaklega velkomin ásamt forráðamönnum. 

Hægt er að fá fundarboð með því að skrá sig hér: https://forms.gle/Tfk5WNyN8E6FRURW7

Vefsíða ANSAathletics: www.ansaathletics.com

@ansaathletics á Instagram