Fréttir

Bjarki bestur í Borgarfirði í sjötta sinn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 8. janúar 2024 kl. 17:36

Bjarki bestur í Borgarfirði í sjötta sinn

Atvinnukylfingurinn Bjarki Pétursson var kjörinn Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2023 en útnefningin fór fram við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi á Þrettándanum.

Þetta er í sjötta sinn sem Bjarki hlýtur titilinn en kylfingurinn fékk fyrst þessa nafnbót árið 2008.

Bjarki hefur undanfarin ár verið að berjast í atvinnumennsku. Hann er með takmarkaðan þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour í Evrópu en hefur keppt þar síðustu ár sem og á Nordic mótaröðinni á Norðurlöndum.

Hann varð Íslandsmeistari árið 2020 þegar mótið var haldið í Mosfellsbæ.

Hann er sem stendur nr. 1673 á heimslista atvinnumanna en hann hækkaði um 232 sætir milli ára.