Fréttir

Aldrei fleiri leikið golf á heimsvísu
Golfíþróttin hefur verið í uppsveiflu í Covid 19 faraldrinum.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 15. desember 2021 kl. 08:26

Aldrei fleiri leikið golf á heimsvísu

Ný könnun sem R&A lét framkvæma sýnir að veruleg aukning hefur orðið á þátttöku almennings í golfi á heimsvísu.

Frá árinu 2016 hefur fjöldi kylfinga farið úr 61 milljón í 66,6 milljónir sem er það mesta sem mælst hefur. Árið 2012 voru kylfingar 61,6 milljón sem fram að þessu var mesti fjöldi virkra kylfinga.

Í könnuninni teljast þeir virkir kylfingar sem eru meðlimir í golfklúbbum, þeir sem spila 9 og 18 holu golfvöllum en eru ekki meðlimir, og þeir sem nota æfingasvæði á þeim stöðum sem skortur er á golfvöllum.

Þessar niðurstöður eru í takti við þá þróun sem er að eiga sér stað á Íslandi en 11% fjölgun varð á kylfingum hér á landi árið 2020.

Að einhverju leyti má skýra þennan vöxt með áhrifum Covid 19 faraldursins. En engu að síður svöruðu 95% nýrra kylfinga því til að þeir sæju fyrir sér að þeir myndu halda áfram að spila golf í mörg ár. 

Þetta verða að teljast mjög jákvæðar niðurstöður fyrir golfíþróttina eftir nokkra fækkun á árunum á undan.