Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Viðtal

Tímabilið hjá Dagbjarti hefst í mars
Miðvikudagur 15. febrúar 2023 kl. 10:33

Tímabilið hjá Dagbjarti hefst í mars

Dagbjartur Sigurbrandsson er einn af bestu kylfingum landsins. Hann hefur æft golf hjá Golfklúbbi Reykjavíkur frá unga aldri ásamt systur sinni Perlu Sól sem er Íslandsmeistari kvenna í golfi. Dagbjartur var efstur Íslendinga á heimslista áhugamanna árið 2019 og í framhaldinu fór hann í háskólagolfið í Bandaríkjunum. 

„Ég er viðstaddur í Columbia, Missouri í Bandaríkjunum þar sem University of Missouri (Mizzou)  er staðsetur. 

Venjulegur dagur hjá mér er líkamleg æfingar á morgnana nánast alla daga vikunnar, síðan er skólinn frá sirka 10 til 14, fer eftir dögum , síðan er æfingar eftirmiðdags og þá er mikið að vinna í stutta spilinu ef veður leyfir og spilað mikið. Svo er oftast lærdómur á kvöldin.“ sagði Dagbjartur í samtali við Kylfing þar sem hann æfir nú af kappi fyrir háskólamótaröðina.

„Fyrsta mótið er í South Carolina í byrjun mars og við erum að fara undirbúa okkur fyrir úrtöku keppni til að vinna sér pláss í skólaliðinu. Það eru 8 leikmenn í liðinu og 6 leikmenn fara í fyrsta mótið. Efstu 4 komast í liðið síðan eru tveir valdir af þjálfurunum og einn af þeim spilar í einstaklingskeppni. Liðið er mjög gott og mikill samkeppni að komast í liðið.

Það verða 5 hringir talsins í úrtökukeppninni, tveir af þeim verða í Missouri. Í þessari viku er liðið að fara í æfingaferð í 5 daga til South Carolina og munum spila á tveimur völlum Bulls Bay og Colletion River sem eru vellirnir þar sem fyrstu tvö mótin vara fram.  Síðan byrjar keppnistímabilið í byrjun mars og það eru 8 mót á dagskrá. Tvö af þeim ráðast af frammistöðu hjá liðinu en mér finnst mjög líklegt að liðið verði í þeim báðum.“ bætti hann við. 

Dagbjartur var ekki sáttur við síðasta keppnistímabil og ætlar að gera betur á því næsta og hefur lagt mikla vinnu í að koma sjálfum sér á betri stað bæði tæknilega og andlega. 

„Ég er að vinna í smá fín breytingum í sveiflunni með Inga Rúnari Gíslasyni og Derrick Moore hjá GR. Ég er mjög þakklátur fyrir allt teymið í kringum mig og væri ekki á staðnum sem ég er á án þeirra. Mesta áskorun hjá mér núna er að komast aftur til baka með golfið og hafa aftur meira gaman af golfi. Síðasta ár hefur verið mjög erfitt tímabil hjá mér en ég hef lært mikið á þeim tíma.  Var sjálfur á ekki góðum stað og er að vinna mig til baka frá því. Það hefur gengið vel og ég hef lagt mikla vinnu í að líða betur og komast til baka. Ég gæti ekki gert það einn og er búinn að vinna með Hjalta og Begga Ólafs sem eru íþróttasálfræðingar. Þeir hafa hjálpað mér gríðarlega mikið. “

Spennandi golftímabil sem byrjar í mars hjá þessum frábæra kylfingi. Hann verður svo við keppni á íslenskum golfvöllum nú í sumar og helsta markmiðið er að fá aftur gleði í golfið, koma sterkur til baka og leika vel.