Viðtal

Lendur kóngsins stækka
Fimmtudagur 9. febrúar 2023 kl. 15:17

Lendur kóngsins stækka

Undanfarin ár hafa íslenskir kylfingar fjölmennt til Spánar til Ívars Haukssonar golfkennara. Ívar hefur starfað sem golfkennari á Spáni í að verða þrjá áratugi. AA PGA golfkennarinn hefur skapað sér nafn í faginu og margir tala um hversu gott sé að hitta Ívar til þess að bæta golfleikinn. Kylfingarnir sem notið hafa aðstoðar Ívars eru taldir í hundruðum og er hann oft kallaður „Kóngurinn á Mar Menor“ en það nefnist svæðið sem hann hefur selt aðgang að frá árinu 2013, á 5 stjörnu hótel og íbúðir og þrjá golfvelli, Mar Menor, Saurines og Hacienda del Alamo. En lendur kóngsins eru að stækka og golfvöllunum að fjölga. 

„Ég byrjaði með nýjung í mínum golfferðum þann 1. febrúar á þessu ári á La Torre Hilton hótelið við La Torre golfvöllinn þar sem boðið er uppá 4 velli sem allir eru hannaðir af Jack Nicklaus og einn þeirra Alhama er Signature völlur, þar sem Nicklaust var sjálfur á svæðinu þegar hann var hannaður. Hinir heita La Torre, El Valle og Riquelme. Allt frábærir golfvellir, en þeir kylfingar sem hafa kynnst Nicklaus völlum vita að þessi heimsfrægi kylfingur og golfvallahönnuður býður ekki uppá neitt slor,“ sagði Ívar í samtali við Kylfing.

Ferðirnar á La Torre Hilton hótelið eru með svipuðu sniði eins og á Mar Menor þar sem bæði verður boðið uppá gistingu á hótelinu sem og í mjög smekklegum íbúðum.

„Pantanirnar streyma inn enda eru frábær gæði í boði og gott verð. Það er mikið komið af pöntunum á La Torre fyrir þetta ár og Mar Menor er alltaf vinsælt. Ég kem líka til með að bjóða uppá golfkennslu á La Torre vellinum fyrir mína gesti eins og á Mar Menor. Kylfingum er velkomið að hafa samband við mig á Facebook Messenger. Ívar Hauksson,“ sagði þessi firnasterki golfkennari en var svo rokinn að kenna næstu nemendum.