Uppáhaldsbrautirnar allar á Húsatóftavelli í Grindavík
Hildur Guðmundsdóttir er ein af litríkari kvenkylfingum Golfklúbbs Grindavíkur. Hún hefu margoft orðið klúbbmeistari í Grindavík og verið virk í starfinu síðan hún sló fyrsta golfhöggið.
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?
Ætli það hafi ekki verið 1992. Foreldrar mínir drógu mig af stað.
Helstu afrek í golfinu?
Þegar ég var golfmeistari GG í fyrsta skipti.
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?
Ekkert svo mig minnir.
Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?
Jobbi sonur minn er ágætur.
Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?
Nei, hef alveg verið laus við það.
Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?
Lesa betur grínin fyrir púttið.
Aldur:
67 ára
Klúbbur:
Golfklúbbur Grindavíkur
Forgjöf:
19,7
Uppáhaldsmatur:
Lambið er alltaf best.
Uppáhaldsdrykkur:
Toppur með og sítrónu
Uppáhaldskylfingur:
Sá allra besti er Tiger Woods
Þrír uppáhaldsgolfvellir:
Grindavík, Flúðir, Abama Tenerife
Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi:
Allar á Grindavíkurvellinum, nr 6, nr 7, nr 9.
Erfiðasta golfholan:
Sú er líka á Grindavíkurvellinum. Nr 8.
Erfiðasta höggið:
Í sand glompunni.
Ég hlusta á:
Íslenska tónlist.
Besta skor:
81
Besti kylfingurinn:
Þurí
Golfpokinn
Dræver:
Taylor Made
Brautartré:
Ping nr 3
Járn:
Ping nr 9
Fleygjárn:
Ping 56 gráður
Pútter:
Ping
Hanski:
FJ
Skór:
ECCO