Kylfingur dagsins

Úlnliðsbrotnaði á teig en kláraði samt holuna
Halli Bjarna
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 2. september 2023 kl. 09:47

Úlnliðsbrotnaði á teig en kláraði samt holuna

Haraldur Bjarnason er fæddur 24. ágúst 1949 á Siglufirði og sló fyrstu golfboltana þar. Halli er húsasmíðameistari og í dag er smíðin áhugamál og Golfklúbbur Akureyrar nýtur góðs af því, hann smíðar mest í sjálfboðavinnu á Jaðarsvelli. Halli er kylfingur dagsins.

 

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Ég byrja að fikta í golfi á golfvellinum sem var á Hóli á Siglufirði um 1975.

Síðan lét ég þetta í friði í einhvern tíma og tók kylfurnar upp aftur 1994 og þá á Akureyri. Tók aðra pásu til 2003 og síðan þá hef ég stundað þetta af kappi.

 

Helstu afrek í golfinu?

Að gefast ekki upp þó á móti blási.

 

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Það var þegar ég hrasaði á 9. teig á Jaðarsvelli og úlnliðsbrotnaði – en ég kláraði nú samt holuna!

 

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Ætli það sé ekki sonur minn, Guðni Elís. Hann er frægur að endemum.

 

 

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? 

Nei það held ég nú ekki.

 

Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?

Það er nú lítið, er svo frábær!

 

Aldur: 74 ára

Klúbbur: Golfklúbbur Akureyrar (GA)

Forgjöf: 16,3

Uppáhaldsmatur: Lambakjöt

Uppáhaldsdrykkur: Vatnið góða

Uppáhaldskylfingur: Hinn spænski Ballesteros

Þrír uppáhaldsgolfvellir: GA er nr. 1, Siglufjörður nr. 2 og Mosó nr. 3

Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: 7. brautin á Siglufirði, 7. brautin á Akureyri og 3. brautin á Húsavík

Erfiðasta golfholan: 9. holan á Akureyrarvelli

Erfiðasta höggið: Glompuhögg                           

Ég hlusta á: Helst bara á jákvæðni og fuglasönginn.

Besta skor: 81

Besti kylfingurinn: Norsarinn Erling Haaland

 

Golfpokinn

Dræver: Cobra F-max

Brautartré: Ping G410

Járn: 5-9 Ping G410

Fleygjárn: Ping G410

Pútter: Ping Craz-e

Hanski: FJ hanski

Skór: Sérsmíðuðum skóm frá Stoð

Halli með afadrengjunum, næstu kynslóð kylfinga