Kylfingur dagsins kyrjar sönginn um Nínu og hefur átt „skítahring“
Kylfingur dagsins er tónlistarmaður, á eitt ástsælasta Eurovisonlag íslenskrar dægurlagasögu og hefur samið urmul annarra laga sem hafa greipt sig í huga Íslendinga. Eyjólfur Kristjánsson hefur alltaf verið mikill stuðbolti og hefur líklega alltaf mætt á Íslandsmót 35+ og haldið uppi stuðinu á lokahófinu.
Eyfi er kylfingur dagsins.
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?
2001 vegna gláps á golf í sjónvarpi
Helstu afrek í golfinu?
Hola í höggi á 6. á Korpunni og örn á 11. á sama velli
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?
Gerði smá í brækurnar á Campoamor á Spáni, en sem betur fer var stutt í salerni og hlutunum kippt í lag. Skítahringur samt
Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?
Stebbi Hilmars
Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?
Nei
Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik?
Sandgryfjuhögg
Aldur:
62
Klúbbur:
GV, GK og GR
Forgjöf:
18,1
Uppáhalds matur:
Grilluð bleikja
Uppáhalds drykkur:
Whiskey Sour
Uppáhalds kylfingur:
Jack Nicklaus
Þrír uppáhaldsgolfvellir:
Vestmannaeyjar, Pebble Beach og Spanish Bay
Þrjár uppáhalds golfbrautir á Íslandi:
1. í Grafarholti, 8. í Vestmannaeyjum og 7. á Pebble Beach
Erfiðasta golfholan:
15. á Kiðjabergi
Erfiðasta höggið:
30 metra frá holu
Ég hlusta á:
Fólk með viti
Besta skor:
75 högg 1. ágúst 2008, GK
Besti kylfingurinn:
Jack Nicklaus