Kylfingur dagsins: Draumahöggið í Bergvík
Eysteinn Marvinsson er einn af fjölmörgum sem hafa tekið íþróttina með trompi á undanförnum árum. Hann lék 90 golfhringi sumarið 2019 og stefnir á að ná fleirum á þessu ári.
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?
Ég var sendur í kennslu af mínum yfirmanni hjá Símanum árið 2009, það voru allir í deildinni minni sem spiluðu golf nema ég. Ég hlýddi auðvitað.
Helstu afrek í golfinu?
Þegar ég fór holu í höggi á Bergvíkinni á fyrsta degi í meistaramótinu. Það jafnast ekkert á við holu í höggi á þessari frægu holu.
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?
Það var þegar ég kom síðastur á teig í Grafaraholtinu á harðahlaupum og upphafshöggið fór í golfskálann og fullt af fólki í stór hættu.
Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?
Góð spurning næsta…
Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? Nei.
Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik?
Fá driverinn til að vera vinur minn.
Eysteinn Marvinsson
Aldur: 51
Klúbbur: GKG
Forgjöf: 20.1
Uppáhalds matur: Nautakjöt frá Kjötkompaníu
Uppáhalds drykkur: Ískalt vatn
Uppáhalds kylfingur: Ólafía Þórunn / Tigerinn
Þrír uppáhaldsgolfvellir: Leiran, GKG, Keilir.
Þrjár uppáhalds golfbrautir á Íslandi: Bergvíkin, 8. holan á GKG, 2. holan í Korpunni við sjóinn
Erfiðasta golfholan: 15. holan á Keilir.
Erfiðasta höggið: Man ekki eftir því eða vil ekki muna það
Ég hlusta á: Æði að fá koment frá mínum félögum þegar gengur ekki vel
Besta skor: Á fyrsta deginum í meistaramótinu á Hólmsvelli í Leiru, 42 punktar
Besti kylfingurinn:Ólafia Þórunn
Golfpokinn
Dræver: Ping G-400
Brautartré: Ping
Járn: Ping
Fleygjárn: Ping
Pútter: Ping
Hanski: Kirkland
Skór: Adidas, bestu skór sem ég hef fengið