Heimsmeistari sem á eftir að fara holu í höggi
Ingvar Guðjónsson er einn af litríkari meðlimum Golfklúbbs Grindavíkur. Hann er ríkjandi heims- og Landsmótsmeistari í Kasínu og spilar sömuleiðis bridge af mikilli list. Hann var um tíma framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar UMFG en vinnur í dag við búa til íblöndunarefni fyrir rækju. Ingvar hefur ekki farið holu í höggi en langar alveg ofboðslega mikið að fá að upplifa það.
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?
Sennilega í kringum 1981- 1982 þegar maður var með pabba á golfvellinum. Hann er einn af stofnendum klúbbsins heima í Grindavík.
Helstu afrek í golfinu?
Sennilega að komast niður fyrir 5 í forgjöf, hún er hærri í dag.
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?
Að þurfa nauðsynlega að gera númer 2 á miðjum Grafarholtsvelli. Það var græjað en ég tapaði golfhandklæði.
Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?
Ég hef spilað með einhverjum Íslandsmeisturum í ýmsum íþróttum, eigum við ekki bara að segja Ásgeiri Sigurvins?
Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?
Örugglega á einhvern hátt.
Hefurðu farið holu í höggi? Ef já, lýstu augnablikinu. Ef ekki, hvað er það næsta sem þú hefur komist?
Nei en verið rosalega nálægt nokkrum sinnum og langar alveg svakalega. 1 cm á Bergvíkinni t.d.
Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?
Púttin hafa alltaf verið lélegust í mínum leik.
Aldur: 55
Klúbbur: Golfklúbbur Grindavíkur.
Forgjöf: 9.7
Uppáhaldsmatur: Saltkjöt og baunir
Uppáhaldsdrykkur: Vatn og gott rauðvín.
Uppáhaldskylfingur: John Daly
Þrír uppáhaldsgolfvellir: Grindavík,Grafaholt, Vestmannaeyjar.
Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: 15 Grafarholt , 16 Eyjum , 6 Grindavik
Erfiðasta golfholan: 15 á Húsatóftavelli í Grindavík.
Erfiðasta höggið: Metra púttið.
Ég hlusta á: Brjóstvitið, skemmtilegt fólk og góða tónlist
Besta skor: 68 Grindavík , 74 Eagle Greek Flórída par 73 völlur.
Besti kylfingurinn: Tiger sennilega sögulega séð.
Golfpokinn
Ping
Dræver: Ping 425
Brautartré: ping 425
Járn: ping
Fleygjárn: Galloway
Pútter: ping
Hanski: FJ
Skór: Nr. 43 Alsskonar