Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Kylfingur dagsins

Versti púttari í Evrópu og víðar miðað við forgjöf
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 7. júní 2024 kl. 07:00

Versti púttari í Evrópu og víðar miðað við forgjöf

Kylfingur dagsins er Keflvíkingur og sló því fyrstu höggin í Leirunni. Hans helsta afrek í golfinu er að hafa ekki ennþá farið holu í höggi og hann segir leitun að eins lélegum púttara og hann er.
Örvar Þór Sigurðsson starfar sem Lead product designer hjá Kaptio sem er ferðaþjónustuhugbúnaður.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Ætli ég hafi ekki byrjað um 10-12 ára. Pabbi var að spila og bróðir minn vann í pro sjoppunni hjá John Pryor í GS ásamt því að spila og þeir kenndu mér sveifluna mestmegnis.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Helstu afrek í golfinu?

Að hafa ekki farið holu í höggi ennþá…

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Kannski ekki neyðarlegt en fyrsta sem kom upp í hugann var að ég sjankaði tvo OB á áttundu í Leirunni í meistaramóti og hef aldrei liðið verr á vellinum en þá.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Örn Ævar Hjartarson.

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? 

Alls ekki.

Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?

Er líklega versti púttari í Evrópu og fleiri heimsálfum miðað við forgjöf.

Aldur: 45 ára

Klúbbur: GS

Forgjöf: 3,3

Uppáhaldsmatur: Sushi

Uppáhaldsdrykkur: Amino að sjálfsögðu.

Uppáhaldskylfingur: Tiger og Siggi Sigurbjörns.

Þrír uppáhaldsgolfvellir: Leiran, Oddurinn og Grafarholt.

Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: Fimmtánda braut í Leirunni, fyrsta í Grafarholti og þrettánda í Kiðjabergi.

Erfiðasta golfholan: Örugglega 9. í Sandgerði, óþolandi.

Erfiðasta höggið: Upphafshöggið á Bergvíkinni á hvítum teigum.

                        

Ég hlusta á: Smashing Pumpkins og mömmu.

Besta skor: 67 í Leirunni.

Besti kylfingurinn: Kári Píp.

Golfpokinn

Dræver: Taylormade Qi10

Brautartré: 14 ára gamalt 3 tré í láni frá Kára Píp.

Járn: Titleist T100

Fleygjárn: Titleist SM8

Pútter: Odyssey AI One Seven S

Hanski: Footjoy 

Skór: Sketchers

Örvar með föður sínum, Sigurði Herbertssyni og Guðmundi bróður.