Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Kylfingur dagsins

Nýtti dauða tímann á milli gigga til að fara í golf
Palli og eiginkona hans, Arndís Mogesen á Svarfhólfsvelli á Selfossi eftir sigur í firmakeppni GOS.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 5. ágúst 2023 kl. 09:00

Nýtti dauða tímann á milli gigga til að fara í golf

Páll Sveinsson er formaður Golfklúbbs Selfoss, sem er golfklúbbur á mikilli uppleið og opnar eftir nokkur ár sem glæsilegur átján holu golfvöllur. Palli er skólastjóri Vallaskóla á Selfossi en þekktastur er hann hugsanlega fyrir að vera trommuleikari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Sú hljómsveit liggur í dvala en Palli lemur áfram húðir, er í hljómsveit sem má segja að sé afsprengi svörtu fatanna; Nýju fötin keisarans og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Það nýjasta hjá Palla í tónlistinni, er ábreiðu 80´s hljómsveitin Hr. Eydís. Palli er duglegur kylfingur en hann byrjaði í golfi þegar hann var að spila með Í svörtum fötum út um allt Ísland. Hann nýtti dauða tímann á milli gigga.

Palli er kylfingur dagsins.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Ég byrjaði að gutla í golfi þegar ég gekk í hljómsveitina Í Svörtum Fötum árið 2002. Þá vorum við að þvælast um landið þvert og endilangt og nýttum dauða tímann í að spila golf, á meðan beðið var eftir næsta giggi! Fékk fyrstu forgjöfina 2004.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Helstu afrek í golfinu?

Hef unnið og lent í verðlaunasætum í mínum flokkum hjá Golfklúbbi Hveragerðis og Golfklúbbi Selfoss. Við eiginkonan mín Arndís Mogensen unnu reyndar texas scramble firmakeppni GOS í fyrra og lékum þá fyrir Pylsuvagninn á Selfossi! Ég var var mjög ánægður með það!!

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Það er af mörgu að taka. Man einu sinni eftir að hafa húkkað innáhögg á 16. holu á Leirdalnum í kletta - boltinn flaug 80 metra í klettana og beint til baka og stoppaði í torfufarinu sem hann hafði verið slegin úr! Annars finnst mér alltaf jafn vandræðalegt að húkka inn í garðinn á 13. braut í Vestmannaeyjum, gerði það síðast í sumar!

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Við Ingó Veðurguð erum miklir vinir og golffélagar. Valdís Þóra Jónsdóttir er sennilega mesta golfceleb sem ég hef spilað með.

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? 

Nei.

Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik?

Vippurnar, fleygjárnin, járnin, brautatré og driver þurfa öll að bæta sig. Annars er ég bara góður.

Aldur: 49

Klúbbur: Golfklúbbur Selfoss

Forgjöf: 8,3

Uppáhalds matur: Humar, íslenskt nautakjöt og íslenskt lambakjöt

Uppáhalds drykkur: Vatn, bæði hreint og í hinum ýmsu myndum. Vatn lífsins (uisce) eða viský er í uppáhaldi.

Uppáhalds kylfingur: Rickie Fowler og Villi á Hlemmiskeiði

Þrír uppáhaldsgolfvellir: Svarfhólsvöllur á Selfossi, Hólmsvöllur í Leiru og Kiðjabergið.

Þrjár uppáhalds golfbrautir á Íslandi: 8. í Hveragerði, 1. á Selfossi og Bergvíkin í Leirunni.

Erfiðasta golfholan: Þrettánda í Eyjum.

Erfiðasta höggið:    Teighöggið á þrettándu í Eyjum.                              

Ég hlusta á: Jazz í vinnunni, Flameco heima og popp, rokk og klassík þar á milli.

Besta skor: 73 á Svarfhólsvelli og 74 á Strandarvelli Hellu.

Besti kylfingurinn: Pétur Sigurdór Pálsson sonur minn.

Golfpokinn

Dræver: Cobra LTDx
Brautartré: Cobra F7 fairway wood
Járn: Cobra King Forged Tour
Fleygjárn: Cobra MIM
Pútter: Odyssey Toulon Austin 35”
Hanski: stundum
Skór: Puma