Kylfingur dagsins

Lét 8-járnið duga fyrstu árin á golfferlinum.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 11. október 2023 kl. 07:00

Lét 8-járnið duga fyrstu árin á golfferlinum.

Anna Eyrún Halldórsdóttir er kylfingur dagsins. Hún er fædd og uppalin á Mýrum í Hornafirði og býr á Hornafirði í dag. Fyrir utan golfið finnst henni gaman að prjóna og mörgum kæmi kannski á óvart að hún er mikil skíðakona, hún hefur einmitt sett stefnuna á Austurríki í skíðaferð á sjötugs afmælinu á næsta ári. Hún byrjaði í golfi til að fylgja eiginmanni sínum heitnum, Vífli Karlssyni en þau fóru í margar golfferðirnar saman, bæði innanlands og utan landsteinanna.

Anna er kylfingur dagsins.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Ég byrjaði að fylgja manninum mínum í golfi. Hann keypti sér golfsett og með því fylgdi ein kvennakylfa sem var nr 8 og hún dugði mér nú í nokkur ár. Það er dálítið skrítið að núna á allra síðustu árum langar mig að lækka forgjöfina aðeins. Það má láta sig dreyma.

Helstu afrek í golfinu?

Að gefast ekki upp þegar gengur illa.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Ég man nú ekki eftir neinu sérstöku.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Halldór Sævar Birgisson er stolt okkar Hornfirðinga í golfinu.

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? 

Nei, alls ekki.

Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?

Brautarhöggin og stutta spilið. Væri líka sátt við að hafa smá snefil af keppnisskapi. Ég er í golfinu ánægjunnar vegna, félagsskaparins og útiverunnar.

    

Aldur: 69 ára

Klúbbur: Golfklúbbur Hornafjarðar

Forgjöf: 31,9

Uppáhaldsmatur: Þorskhnakkar vel útfærðir 

Uppáhaldsdrykkur: Kaffið er gott 

Uppáhaldskylfingur: Logi Sigurðsson hjá GS er mjög flottur (og pabbi hans líka) og á vonandi eftir að ná langt. 

Þrír uppáhaldsgolfvellir: Silfurnesvöllur, Urriðavöllur, Kiðjaberg og  erlendis er það Valle Del Este á Spáni. 

Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: 8. braut á Silfurnesvelli, 2 braut á Oddinum og sú fallegasta er 8 brautin í Borgarnesi 

Erfiðasta golfholan: Þær eru nú ansi margar

Erfiðasta höggið: Upphafshöggið á 1. teig í móti                   

Besta skor: 45 högg á  9 holum og  97 högg í meistaramóti á Silfurnesvelli á afmælisdegi Vífils árið 2019.

Besti kylfingurinn: Tiger Woods  

Golfpokinn

Dræver: Eldgamall Ping (Góð hugmynd að afmælisgjöf krakkar mínir, verð sjötug í febrúar.)

Brautartré: 

þrjú tré 

Járn: 

Áttan 

Fleygjárn: 

Wedge 

Pútter: Hef átt 2 púttera á þessum 30 árum. Kallaði þann fyrri Bleika pardusinn en á núna pútter frá Golfskálanum, man ekki nafnið og kem því upp um mig með að merkjakona er ég ekki.

 

Hanski: Þarf að hafa gott grip 

Skór: Ecco hafa reynst vel. 

Anna og Vífill heitinn