Kylfingur dagsins

Kylfingur dagsins: Vandræðalegt þegar fólk heldur að ég sé Lexi Thomson
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 25. mars 2020 kl. 13:38

Kylfingur dagsins: Vandræðalegt þegar fólk heldur að ég sé Lexi Thomson

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur var fyrsta golfkonan á Íslandi til að vinna sér keppnisrétt á LPGA mótaröðinni. Hún hefur leikið með Phil Mickelson og Nick Faldo og Lexi Thomson en margir rugla þeim tveimur saman. Ólafía Þórunn er kylfingur dagins.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Ég var 10 ára, fyrst var ég alltaf tekin útá golfvöll með fjölskyldunni, svo fór ég á námskeið.

Helstu afrek í golfinu? 4. sæti á LPGA móti og spila á öllum risamótum.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum? Þegar fólk kemur uppað mér og heldur að ég sé Lexi Thompson.

Hefurðu farið holu í höggi og þá hvar? Einu sinni, á ANA stórmótinu.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með? Hef spilað nokkrum sinnum með Lexi Thompson, Michelle Wie og Nelly Korda. Svo hef ég fengið að spila eina holu með Phil Mickelson og Nick Faldo.

Ertu hjátrúarfull hvað varðar golf? Mér líður betur í sumum fötum en öðrum, stundum vel ég mér líka uppáhalds tölu á golfbolta eftir tímabilum.

Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik? Það breytist með tímunum. Akkúrat núna held ég að ég myndi taka stökk í bætingum ef ég vinn í andlega þættinum.

Hvernig er lífið og golfið á tímum COVID-19?
Maður hittir bara sinn innsta hring og fer mjög varlega til að veiran smitist ekki hratt eða til áhættuhópa. Ég er hraust og er ennþá að æfa á hverjum degi, en með strangari reglum verður það aðeins meiri áskorun. Ég vona að ef það gengur svo langt að allt verður sett í lok og læs verði gerðar einhverskonar undantekningar fyrir atvinnukylfinga til að fá að æfa áfram. En eins og staðan er núna er ég bara þakklát fyrir að hafa ennþá stað til að æfa. 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Aldur: 27 ára

Klúbbur: GR

Forgjöf: úfff... ég hef ekki uppfært hana lengi því á mótaröðinni miðar maður sig ekki við forgjöf.

Uppáhalds matur: Heimalöguð pizza í pizzaofninum 

Uppáhalds drykkur: Lakkríste 

Uppáhalds kylfingur: Á Íslandi Birgir Leifur og Haddi, erlendis Adam Scott og Nelly Korda er töffari

Þrír uppáhaldsgolfvellir: Gleneagles, Brickyard Crossing, Sedgefield

Þrjár uppáhalds golfbrautir á Íslandi? Allar á Brautarholti

Erfiðasta golfholan:Veit ekki alveg

Erfiðasta höggið: Bermudagras röff „shortside“ vipp

Ég hlusta á: Spotify. Tom Odell, years & years, Auður

Besta skor: Abu Dhabi -7 á Evróputúrsmóti

Besti kylfingurinn: Tiger og Rory

Golfpokinn: Callaway

Dræver: Callaway Epic Flash

Brautartré: Callaway Epic Flash

Járn: Callaway Apex Pro

Fleygjárn: Callaway Mack daddy 4

Pútter: Odyssey Stroke Lab 7

Hanski: Titleist Players

Skór: Ecco biom með tökkum

Bolti: Prov1

Ólafía á fyrsta LPGA móti sínu á Bahamas í janúar 2018.