Kylfingur dagsins

Kylfingur dagsins: Langer frægasti sem Birgir Leifur hefur spilað með
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 22. mars 2020 kl. 15:17

Kylfingur dagsins: Langer frægasti sem Birgir Leifur hefur spilað með

Birgir Leifur Hafþórsson er sigursælasti kylfingur Íslands, er sjöfaldur Íslandsmeistari og hefur sex sinnum farið holu í höggi. Hann er kylfingur dagins.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

12 ára, Helgi Dan og Halldór Magg drógu mig með sér eftir fótboltaæfingu, eftir það var ekki aftur snúið. Ást við fyrstu sýn ;-) 

Helstu afrek í golfinu?

Hef spilað í 72 mótum á European tour, 7 íslandsmeistaratitlar og sigur á Challenge tour.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Missti 10 cm pútt í European tour móti, hitti ekki einu sinni holuna ;-) Var að klára eftir glompuhögg, þreif ekki kúluna og það var sandur á milli. Lærði mína lexíu og merki alltaf núna eftir glompuhögg og þríf kúluna. 

Hefurðu farið holu í höggi og þá hvar? Já, 6 sinnum, tvisvar á Akureyri 11. og 14. holu, á gömlu 2. holu á Garðavelli, tvisvar á Challenge tour (Svíþjóð og Belgía), Korpa 6. hola á Sjónum.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með? Bernard Langer.

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? Nei 

Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik?

Stöðugleika í púttum og vipp í kringum flatir

Hvernig er lífið og golfið núna á tímum Covid19?

Skrítið og minnir mann á hvað heimurinn er í raun berskjaldaður.  Ekkert golf nema einstaka sinnum í hermi með vinum. MBA nám á fullu og njóta þess að vera með fjöllunni ;-) 

Birgir Leifur Hafþórsson

Aldur: 

43

Klúbbur:GKG og GL

Forgjöf: +5 

Uppáhalds matur? Naut og bernaise 

Uppáhalds drykkur? Rauðvín með steikinni

Uppáhalds kylfingur (á Íslandi og erlendis:)? Beta sleggja og Tiger Woods 

Þrír uppáhaldsgolfvellir? Leopard creek GC South Africa, Bay Hill GC USA, Pleneuf Val Andre GC Frakkland

Þrjár uppáhalds golfbrautir á Íslandi? 3. holan á Ánni GR Korpa, 3. holan á Akranesi og 16. holan á GKG 

Erfiðasta golfholan? Á Íslandi 3. holan á Ánni GR Korpan, hvítir teigar.

Erfiðasta höggið? 30-40m glompuhögg yfir vatn 

Ég hlusta á? Allt mögulegt, fer eftir hvernig stemmningu ég er að leita af. Þessa dagana hef ég gaman að ferðast aftur í tímann og hlusta á ´80s og ´90s tónlist. 

Besta skor (hvar)? 58 (-14) á Garðavelli Akranesi

Besti kylfingurinn? Tiger

Golfpokinn: Titleist 

Dræver: Titleist D3 

Brautartré: Titleist

Járn: Titleist T100 

Fleygjárn: Vokey SM8

Pútter: Scotty Cameron

Hanski: FJ Dryjoys

Skór: Foot Joy 

Þriðja brautin á Ánni/Korpunni er erfiðust að mati Birgis Leifs.