Public deli
Public deli

Kylfingur dagsins

Kylfingur dagsins keppti fyrst í frjálsum íþróttum og körfubolta áður en hún tók upp kylfurnar.
María Málfríður Guðnadóttir
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 15. ágúst 2023 kl. 15:04

Kylfingur dagsins keppti fyrst í frjálsum íþróttum og körfubolta áður en hún tók upp kylfurnar.

María Málfríður Guðnadóttir starfar sem íþróttakennari við Lindaskóla. Hún reyndi fyrst fyrir sér í frjálsum íþróttum og körfubolta áður en hún tók í golfkylfu. Hún hefur orðið Íslandsmeistari í golfi í 35, 50 og 65 ára flokki. María hefur þrisvar sinnum farið löglega holu í höggi, tvisvar sinnum með varabolta og öll skiptin voru á erlendri grundu.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?  

Byrjaði í golfi 35 ára. Hafði keppt í frjálsum og körfubolta áður en börnin fæddust og þar sem ég er

mikil keppniskona, þurfti ég nýja áskorun og fannst golfið henta mér vel.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Helstu afrek í golfinu?  

Íslandsmeistari í 35 ára flokki, íslandsmeistari í 50 ára flokki og íslandsmeistari í sveitakeppni 65 ára

og eldri. Búin að vera í landsliði 50 ára og eldri s.l. 15 ár. Einnig er ég stolt af að hafa leikið fjóra velli á

pari (Borgarnes, Hella, Þorlákshöfn og Sandgerði).

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?  

Að hafa skotið boltanum í fjarlægðarhæla í tvígang í sama mótinu og í bæði skiptin tók boltinn 90°

beygju og meðspilarar í stórhættu.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?  

Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórsson

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?

Nei

Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik? 

Brautartré

Aldur: 65 ára

Klúbbur: GKG

Forgjöf: 6,9

Uppáhaldsmatur: Lambalæri og bernaise

Uppáhaldsdrykkur: Vatn

Uppáhaldskylfingur: Rory McIlroy og Lydia Ko

Þrír uppáhaldsgolfvellir: GKG Leirdalur, Hellan og Vestmannaeyjar

Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: 14. hola á Leirdalnum, 2. hola á Ánni á Korpu og 15. hola á Urriðavelli

Erfiðasta golfholan: Bergvíkin í Leirunni og 17. í Eyjum.

Erfiðasta höggið: Annað höggið á 13. holu í Eyjum

Ég hlusta á: Ed Sheeran

Besta skor: 70 högg

Besti kylfingurinn: Tiger Woods

Golfpokinn

Dræver: Callaway Paradym

Brautartré: Callawy Matrix 5, 7 og 9

Járn: Callaway Rogue PW – 5

Fleygjárn: Titleist Vokey 50°, 52° og 56°

Pútter: Oddysey

Hanski: FJ

Skór: Adidas

María með pútterinn