Kylfingur dagsins

Kylfingur dagsins: Gæsahúð eftir Gamla völlinn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 30. mars 2020 kl. 10:44

Kylfingur dagsins: Gæsahúð eftir Gamla völlinn

Kylfingur dagsins er Jón Jósafat Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur en hann er með golf-„veiruna“ á háu stigi. Hann fékk gæsahúð eftir að hafa leikið á Gamla vellinum í St. Andrews. Svo hefur hann auðvitað lent í neyðarlegum atvikum á golfvellinum.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það? 

Byrjaði alltof seint eða 2005. Grímur Kolbeinsson lærifaðir minn í golfi fór með mig í aðlögun í klúbbhús GR í hádeginu og gaf mér hamborgara. Eftir það var ekki aftur snúið.

Helstu afrek í golfinu? 

Fyrir utan að fá konuna og dótturina í golfið þá var gaman að spila Old Course ST. Andrews í fyrra á 41 punkti á afmælisdegi æskuvinar míns Jóns Birgis sem var með í för.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum
Það var þegar makkerinn minn spurði mig einu sinni hvaða járn ég ætlaði að taka. Ég var óöruggur á svipinn og hikaði. Þá leit hann á mig og sagði: „Ákveddu þig og taktu svo tveimur járnum meira“. Makkerinn var Páll Ketilsson og við vorum undir.

Hefurðu farið holu í höggi og þá hvar? 
Nei.....ekki komist undir 10 cm nálægð.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með? 
Hef bara spilað golf með mönnum sem eru frægir af endemum.

Ertu hjátrúarfullur hvað varðar golf? 

Já, aldrei gott að byrja á fugli. Það hefnir sín.

Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik? 
Úff....hvar viltu byrja. Þarf að laga sveifluferilinn inn út og fara að hitta flatir.

Hvernig er lífið og golfið á tímum COVID-19? 
Það er bara stuð - er á tólfta degi í sóttkví eins og þúsundir annarra. Engin vorferð plönuð, sem er óvenjulegt eins og allt í dag. Við golffélagarnir hittumst á Zoom fjarfundum og fáum okkur kaldan.  Nú er sá tími sem mig dreymir golf allar nætur og maður iðar í skinninu. Svo er maður auðvitað þakklátur, stoltur og hrærður yfir því að búa á Íslandi með þríeykinu og öllu okkar frábæra fólki í heilbrigðisgeiranum.

Jón Jósafat Björnsson

Aldur: 49

Klúbbur: GR

Forgjöf: 14, þökk sé nýja forgjafarkerfinu.

Uppáhalds matur? Niðursoðin dósamaður (Anda confit)

Uppáhalds drykkur? Coke Zero

Uppáhalds kylfingur: Valdís Þóra hér heima, hún er svo skemmtileg týpa. Rory er svo í sérflokki.

Þrír uppáhaldsgolfvellir: Old Course í St. Andrews út af gæsahúðinni sem maður fær við heimkomuna. Atlantic á Penha Longa í Portúgal, norður af Lissabon og svo Ko'olau Golf Club á Hawaii þar sem kvikmyndin Jurassic Park var tekin.

Þrjár uppáhalds golfbrautir á Íslandi: 14. á Korpunni er svo flott af teig. Fyrsta í Grafarholtinu og Bergvíkin í Leirunni

Erfiðasta golfholan: 15. í Grafarholtinu. Sama hvað ég reyni.

Erfiðasta höggið? 5. högg in á fimmtándu í holtinu eftir að hafa farið í vatnið

Ég hlusta á? Grím þegar hann segir mér að ég standi of nálægt boltanum eftir að ég hef slegið í hann. 

Besta skor: 80 högg á nokkrum völlum. Markmið ársins er 79.

Besti kylfingurinn? Tiger

Golfpokinn: Ping

Dræver: Ping G400

Brautartré: Taylormade

Járn: Ping G

Fleygjárn: Ping Glide

Pútter: Ping Odyssey

Hanski: Titleist

Hér er kylfingur dagsins fyrir níu árum á einni af hans uppáhaldsholum, 3. braut, Bergvíkinni í Leiru og á myndinni að neðan á 1. teig í Grafarholti.

...