Public deli
Public deli

Kylfingur dagsins

Byrjaði í golfi á túnum á milli blokka í Seljahverfinu
Pétur í miðjunni með golffélögum sínum á Ísafirði, Baldur hægra megin við hann og Shiran á vinstri hönd
Miðvikudagur 13. september 2023 kl. 09:26

Byrjaði í golfi á túnum á milli blokka í Seljahverfinu

Pétur Már Sigurðsson er þekktari í íþróttaheiminum fyrir körfuknattleik en golf. Hann spilaði lengi í úrvalsdeildinni í körfu, þjálfaði U-20 landslið karla í sumar og er að þjálfa lið Vestra auk þess að stýra afrekskörfuboltafólki í Menntaskólanum á Ísafirði. Hann kennir í Grunnskóla Ísafjarðar og vinnur á golfvellinum á sumrin.

Pétur er kylfingur dagsins.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Ætli að ég hafi ekki byrjað þegar ég var krakki í Seljahverfinu. Vorum alltaf eitthvað að fikta við golfið og ég man að við bjuggum til þriggja holu völl á túni milli blokkanna. Annars byrjaði ég að alvöru svona í kringum 24 ára á Ísafirði. Það voru nokkrir félagar mínir komnir í golfið og maður var alltaf að stelast á völlinn seint á kvöldin yfir hásumarið. Endaði á að skrá mig í klúbbinn.

Helstu afrek í golfinu?

Hola í höggi árið 2008 á núverandi 12. holu í Borgarnesi.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Það er úr mörgu að velja. En einhvern tímann sló ég í grjót og skaust boltinn í golfsettið mitt sem var 5 metrum fyrir aftan mig. Á þeim tíma var þetta 2 högg í víti minnir mig.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Spilaði einn hring með Jóni Arnóri Stefánssyni fyrir all nokkrum árum.

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? 

Nei myndi ekki segja það. Frekar að segja að maður er rútíneraður.

Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?

Löngu járnahögginn. Þau eru alveg hræðileg.

Aldur: 45

Klúbbur: Golfklúbbur Ísafjarðar

Forgjöf: 16,1 

Uppáhaldsmatur: Grillað lambalæri.

Uppáhaldsdrykkur: Kristall.

Uppáhaldskylfingur: Í dag Viktor Hovland

Þrír uppáhaldsgolfvellir: Borgarnes, Akranes og svo er Tungudalsvöllur nálægt mínu hjarta.

Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: Eyjan í Borgarnesi, 5. brautin á Ísafirði (Lenan), 1. brautin á Brautarholti.

Erfiðasta golfholan: 9. brautin á Ísafirði.

Erfiðasta höggið: Öll högg sem eru lengri en 150 metrar.                            

Ég hlusta á: Ég reyni að hlusta á leikmennina mína ef það kemur eitthvað af viti frá þeim.

Besta skor: 79 högg á Bíldudal 2022

Besti kylfingurinn: Viktor Hovland

Golfpokinn

Dræver: M4 Taylor made

Brautartré: M4 Taylor made

Járn: R7 Taylor made

Fleygjárn: Cleveland 54 gráður

Pútter: Odyssey

Hanski: Callaway

Skór: Adidas

Pétur með syni sínum, Sigurði Darra

Draumahöggið í Borgarnesi

Pétur annar frá vinstri með U-20 ára landslið karla.