Fréttir

Zach Johnson að taka við sem fyrirliði Ryder-bikarliðs Bandaríkjanna
Zach Johnson. Ljósmynd: Warren Little/Getty Images
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
fimmtudaginn 24. febrúar 2022 kl. 11:16

Zach Johnson að taka við sem fyrirliði Ryder-bikarliðs Bandaríkjanna

Tíðinda er að vænta eftir helgina en PGA hefur boðað til blaðamannafundar á mánudag. Fregnir herma að þar verði nýr fyrirliði Ryder- bikarliðs Bandaríkjanna kynntur. AP-fréttastofan greindi fyrst frá í gær.

Johnson, sem var varafyrirliði bæði árið 2018 í Frakklandi og árið 2021 í Wisconsin, tekur við af Steve Stricker sem leiddi liðið til stærsta sigurs í sögu Ryder-bikarsins, 19-9, í fyrra.

Hann fær það verkefni að koma Ryder-bikarliði Bandaríkjanna á sigurbraut á ný í Evrópu eftir 30 ára eyðimerkurgöngu. Síðast unnu Bandaríkjamenn keppnina á evrópskri grundu árið 1981 í Englandi.

Lið Evrópu hefur staðið uppi sem sigurvegari á heimavelli síðan þá ef undan er skilið jafntefli á Belfry í Englandi árið 1989. Evrópumenn hafa ekki enn tilkynnt um val á fyrirliða en Írinn Padraig Harrington var fyrirliði liðsins í fyrra.

Ryder-bikarinn verður haldinn í 44. sinn haustið 2023 á Ítalíu.