Viskísjúss á fyrsta teig á nýjasta strandvellinum í Skotlandi
Það eru aðeins rúmlega 200 strandvellir á Bretlandseyjum og flestir gamlir, og Dumbarnie Links, sem er staðsettur við suðurströnd Fife í Skotlandi, bættist í þann virta hóp árið 2020.
Dumbarnie er á 140 hektara svæði, á fjölbreyttu landssvæði sem við getum sagt að bjóði upp á tvö hæðastig og náttúrulega hóla og hæðir. Það sem vekur athygli og er að þrjár par 4 brautir er hægt að „dræva inn á“ eða slá í upphafshöggi inn á flöt. Á heimasíðu klúbbsins segir að hönnun Clive Clark byggi á því að hræða ekki heldur veita innblástur, hvetja og skapa eftirvæntingu, fremur en að hræða hann.
Þrátt fyrir að vera aðeins fimm ára hefur Dumbarnie þegar náð inn á lista yfir 40 bestu golfvelli Bretlands og Írlands og hefur verið valinn sigurvegari í flokki Best Scottish Golf Experience árin 2021, 2023 og 2024.
En kíkjum á nokkrar brautir.

Fyrsti teigur – hlýlegt móttökuboð
Að mæta á fyrsta teig Dumbarnie er oft einn af hápunktum dagsins fyrir gesti. Þar gefst tækifæri til að safnast saman með vinum, smakka smá af Loch Lomond-viskíi og njóta útsýnisins. Á einum þekktasta velli í S-Afríku, Links í Fancourt, er líka boðið upp á viskísjúss á fyrsta teig. Af hverju gera ekki fleiri þetta? Eða íslenskir golfvellir, íslenskt brennivín á fyrsta teig?

2. hola – par 5
Hér er mynd af flötinni á 2. holu, baðaðri í kvöldsólarlagi haustið 2025. Þessi par 5 hola býður upp á frábært tækifæri til að ná fugli eða jafnvel erni, þar sem innáhöggin rúlla gjarnan að stöng í fjöbreyttu landslaginu á flötinni.

6. hola – fyrsta par 3
6. holan er sú fyrsta af fjórum par 3 holum og er um 150 metra frá öftustu teigunum.
Útsýnið hér er jafn stórbrotið og sandgryfjurnar – holan snýr beint að hafinu.
Náttúrulegar glompur liggja stutt frá flötinni, en þær sem forðast ber eru litlu sandgryfjurnar vinstra og hægra megin. Þegar þú kemur á flötina sérðu hversu sérstakt þetta landslag er – einstakt í sniði.
„Erfiða pinnastaðsetningin er vinstra megin, fyrir aftan eru tvær glompur og því best að miða á miðju flatarinnar,“
útskýrir hönnuðurinn Clive Clark.

9. hola – mikið útsýni
9. holan býður upp á spennandi endi á fyrri níu holunum. Af upphækkuðum teigum opnast vítt útsýni. Forðastu sandgryfjurnar í teighögginu og þú átt góðan möguleika á að ráðast á stöngina.
Flötin hallar niður til vinstri og er hærri til hægri – gott að hafa það í huga við innáhöggið!

13. hola – vinsælust
13. holan, par 5, er ein sú vinsælasta meðal gesta.
Hún liggur í átt að sjónum og hentar vel þeim sem slá boltann með „dragi“ eða til vinstri. Lendingarsvæðið fyrir annað höggið býður upp á tvær brautir, og ef þú nærð ekki inn á flöt í tveimur höggum er best að leggja upp fyrir framan dalinn á milli þeirra og slá svo stutt járn inn á upphækkaða flötina. Þetta er frábær hola!

18. hola – ein af uppáhalds
18. holan er í uppáhaldi margra gesta – og hér er ráð frá hönnuðinum sjálfum, Clive Clark, um hvernig best er að leika hana:
„Sterkur og krefjandi endir! Sumir gætu náð yfir sandgryfjurnar hægra megin, aðrir kjósa að miða á gryfjuna vinstra megin, sem er lengra niður brautina. Fyrir flesta kylfinga verður annað höggið langt inn á flötina, og þá skiptir nákvæmni öllu máli.“




