Fréttir

Verðlaunafé á Opna bandaríska kvennamótinu næstum tvöfaldað
Yuka Saso sigraði á Opna bandaríska mótinu 2021.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 8. janúar 2022 kl. 10:47

Verðlaunafé á Opna bandaríska kvennamótinu næstum tvöfaldað

Bandaríska golfsambandið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að heildar verðlaunafé Opna bandaríska kvennamótsins verði aukið úr 5,5 milljónum dollara í 10 milljónir dollara. Á næstu fimm árum verður svo verðlaunaféð aukið í 12 milljónir dollara.

Sigurvegari mótsins fær í sinn hlut 1,8 milljónir dollara en aðeins þrír leikmenn náðu að þéna hærri upphæð á öllu síðasta tímabili.

Frábært skref í rétta átt hjá Golfsambandi Bandaríkjanna.

Svona skiptist verðlaunafé risamóta kvenna á þessu tímabili:

U.S. Women’s Open: $10 milljónir
AIG Women's Open: $6.8 milljónir
Chevron Championship: $5 milljónir
KPMG Women's PGA Championship: $4.5 milljónir
Evian Championship: $4.5 milljónir