Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

Veðurguðirnir spiluðu stórt hlutverk í meistaramóti GKG
Klúbbmeistarar GKG árið 2024, Karen Lind Stefánsdóttir og Ragnar Már Garðarsson.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 15. júlí 2024 kl. 11:11

Veðurguðirnir spiluðu stórt hlutverk í meistaramóti GKG

Þrír hringir látnir gilda hjá meistaraflokkunum og fleiri flokkum

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG) hélt sitt meistaramót í síðustu viku og má segja að veðurguðirnir hafi tekið stóran þátt í mótinu, ekki á jákvæðan máta en þar sem völlurinn þótti óspilhæfur á laugardaginn var mótið blásið af og þrír hringir látnir gilda hjá nokkrum flokkum. Tveir voru efstir í meistaraflokki karla og þurftu því að fara í regnfötin á laugardaginn og há bráðabana og var það Ragnar Már Garðarsson sem vann Aron Snæ Júlíusson á fyrstu holu í bráðabananum. Kvennamegin var það Karen Lind Stefánsdóttir sem bar sigur úr býtum.

Þau sem hófu leik fyrr í vikunni gátu klárað alla fjóra keppnisdagana og hægt er að sjá úrslit í öllum flokkum hér: Lokastaða í öllum flokkum í meistaramóti GKG

Á heimasíðu GKG og Facebook-síðu klúbbsins er sömuleiðis hægt að sjá margar myndir sem teknar voru af Marínó Má Magnússyni.

Allir verðlaunahafar á meistaramóti GKG.