Fréttir

Tveir bestu kylfingar heims eigast við - sá besti ekki unnið leik á Ryder 2025
Rory og Shane Lowry héldu uppi merkjum Írlands í fjórboltanum seinni part föstudags. Þeir sigruðu í sinni viðureign og Rory þakkaði félaga sínum fyrir að halda þeim á floti - og vinna!
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 28. september 2025 kl. 09:29

Tveir bestu kylfingar heims eigast við - sá besti ekki unnið leik á Ryder 2025

Evrópumenn eru í stuði á Ryder bikarnum í New York og eru með mikla forystu eftir tvo keppnisdaga af þremur, leiða 11,5 gegn 4,5 vinningum. Tólf tvímenningsviðureignir verða á lokadeginum og þarf Evrópa aðeins 2,5 vinninga til að „halda bikarnum“ en þrjá vinninga til sigra.

Evrópumenn eru að skrifa nýjan kafla í Ryder bikarnum. Fyrst með því að vinna fyrstu þrjá leikina og síðan með því að bæta þeim fjórða við. Þeir hafa leikið frábært golf á meðan heimamenn hafa ekki leikið vel þrátt fyrir mikinn stuðning áhorfenda.

Athyglisverðasta viðureignin á lokadeginum er án efa milli tveggja bestu kylfinga heims. N-Írinn Rory Mcilroy leikur gegn efsta manni heimslistans, Scottie Scheffler sem hefur ekki náð sér á strik í mótinu frekar en aðrir liðsfélagar hans. Scheffler hefur leikið fjóra leiki og tapað þeim öllum. Tapi hann gegn Rory í dag mun hann ná einhverju sem engum hefur tekist í sögu mótsins, að tapa öllum fimm viðureignunum.

Scottie Scheffler leikur gegn Rory Mcilroy á lokadegi Ryder 2025. (Mynd/Maddie Meyer/PGA of America)