Trump sendi kveðju til Evrópumanna
Donald Trump sendi Rory Mcilroy sms kveðju eftir sigurinn á Bandaríkjamönnum í Ryder bikarnum 2025. Rory sýndi félögum sínum kveðjuna og annar Donald, Luke Donald, fyrirliði Evrópu, var spurður út í kveðjuna sem BBC fjölmiðill frétti af.
„Rory fékk textaskilaboð frá Trump eftir blaðamannafund og við ákváðum að senda honum smá þakkarvideo til baka,“ sagði Luke Donald.