Fréttir

Trump sendi kveðju til Evrópumanna
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 30. september 2025 kl. 13:37

Trump sendi kveðju til Evrópumanna

Donald Trump sendi Rory Mcilroy sms kveðju eftir sigurinn á Bandaríkjamönnum í Ryder bikarnum 2025. Rory sýndi félögum sínum kveðjuna og annar Donald, Luke Donald, fyrirliði Evrópu, var spurður út í kveðjuna sem BBC fjölmiðill frétti af. 

„Rory fékk textaskilaboð frá Trump eftir blaðamannafund og við ákváðum að senda honum smá þakkarvideo til baka,“ sagði Luke Donald.

Sjá viðtal BBC við Luke hér.