Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Tiger byrjaður að sveifla
Tiger hefur aldrei verið þekktur fyrir að gefast upp. Er enn ein endurkoman í kortunum hjá kappanum?
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 21. nóvember 2021 kl. 20:53

Tiger byrjaður að sveifla

Tiger Woods fór á Twitter í dag og sendi frá sér myndband þar sem hann er á æfingasvæðinu að slá bolta.

Þetta verða að teljast frábærar fréttir fyrir golfið en þar til nú hefur verið algjör óvissa um ástand kappans eftir bílslysið hræðilega fyrir 9 mánuðum síðan.

Örninn 2025
Örninn 2025

Það verður að segjast að sveiflan hjá Tiger lítur ljómandi vel út miðað við allt og vonandi fáum við að sjá hann sem fyrst aftur á vellinum.