Þórdís og Sigurbjörn öldungameistarar
Ólafsfirðingurinn Sigurbjörn Þorgeirsson og Keiliskonan Þórdís Geirsdóttir urðu Íslandsmeistarar í flokki 50 + á Íslandsmóti öldunga sem fram fór á Hellu. Þetta var tíundi sigur Þórdísar á síðustu ellefu árum en annar titill Sigurbjörns.
Sigurbjörn fékk harða keppni frá Suðurnesjamannninum Guðmundi Rúnari Hallgrímssyni, nýliða í flokki öldunga, og Ólafi Hreini Jóhannessyni úr GSE. Sigurbjörn lék 54 holurnar á fjórum undir, Guðmundur var á +4 og Ólafur á +5.
Keiliskonan Þórdís hafði yfirburði í kvennaflokknum og vann með 16 högga mun og endaði á +10. Meistarinn frá í fyrra, Ragnheiður Sigurðardóttir varð að sætta sig við 2. sætið og þriðja varð Írunn Ketilsdóttir.
Í flokki 65 ára og eldri varð Hannes Eyvindsson úr GR titil sinn frá í fyrra og endaði fimm höggum betri en Hlöðver S. Guðnason úr GKG. Magnús Birgisson úr GK varð þriðji.
Mikil spenna var í 65 flokki kvenna. Þrjár voru jafnar fyrir lokabrautina en að lokum var það María M. Guðnadóttir úr GKG sem tryggði sér sigur með fugli á lokabrautinni. Steinunn Sæmundsdóttir varð önnur og Guðrún Garðarsdóttur, báðar úr GR, urðu í 2. og 3. sæti.
Úrslit:
Konur +50 ára:
- Þórdís Geirsdóttir, GK 220 högg (+10) (76-72-72).
- Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG 236 högg (+26) (80-74-82).
- Írunn Ketilsdóttir, GM 244 högg(+34) (80-85-79).
Karlar +50 ára:
- Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB 206 högg (-4) (69-70-67).
- Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS 212 högg (+2) (72-67-73).
- Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE 213 högg (+3) (68-71-74).
Konur +65 ára:
- María Málfríður Guðnadóttir, GKG 236 högg (+26) (81-74-81).
- Steinunn Sæmundsdóttir, GR 237 högg (+27) (74-83-80).
- Guðrún Garðars, GR 238 högg (+28) (83-75-80).
Karlar +65 ára:
- Hannes Eyvindsson, GR 227 högg (+17) (76-75-76).
- Hlöðver Sigurgeir Guðnason, GKG 232 högg (+22) (75-77-80).
- Magnús Birgisson, GK 234 högg (+24) (83-76-75).