Fréttir

Thomas bætti sig um 16 högg á milli hringja
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 15. mars 2025 kl. 18:24

Thomas bætti sig um 16 högg á milli hringja

Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas var maður annars keppnisdags á Players mótinu á Sawgrass vellinum í Jacksonville í Flórída í gær. Hann lék 18 holurnar á 10 undir pari og jafnaði vallarmetið. Hann lék fyrsta hringinn á 78 höggum og bætti sig um 16 högg þó hann hefði fengið skolla á 18. holu.

Hefði hann fengið par á lokabrautinni hefði hann sett nýtt vallarmet á þessum magnaða golfvelli. En slæmt upphafshögg og enn verra annað högg sem endaði í vatninu gerði þær vonir að engu. Hann náði hins vegar flottu vippi og bjargaði skolla.

Rory McIlroyy er í fjrða sæti en hann lék á þremur undir pari og er á -9. M. L

Asíumaðurinn Min Woo Lee og Bandaríkjamaðurinn Akshay Bhatia leiða fyrir þriðja hringinn á -11.

Staðan